Persónulegi ritarinn þinn

Hættu að svara Facebook skilaboðum uppí rúmi og gefðu símanum verðskuldaða hvíld. Leyfðu okkur að sjá til þess að viðskiptavinir bóki þegar þér hentar án þess að angra þig.

Prufa frítt

Færri símtöl, fleiri bókanir

Væri ekki yndislegt að geta tekið við bókunum og afbókunum 24/7 án þess að þurfa að svara símanum, Facebook skilaboðum eða tölvupóstum?

Það eru Netbókanir

Með alla anga úti

Taktu við bókunum í gegnum Noona, vefsíðuna þína, Facebook, Já.is og hvar sem viðskiptavinir þínir leita af þér.

Hringir út?

Nærðu ekki alltaf að svara símanum? Þá ertu örugglega að missa af viðskiptavinum. Netbókanir hringja aldrei út.

Ekki bara bókanir

Á Noona geta notendur ekki einungis bókað tíma, heldur líka séð, afbókað og fært tímann sinn. Á þínum forsendum, að sjálfsögðu.

50.000+ Íslendingar bíða þín

Noona er stærsta markaðstorg fyrir þjónustufyrirtæki á Íslandi. Gerðu reksturinn þinn sýnilegan á stöðunum sem skipta máli. Ekki missa af nýjum fastakúnnum.

Rúmlega 300+ fyrirtæki nota netbókanir

Og þau njóta þess öll að fá færri símtöl

Prófaðu Noona HQ frítt, að eilífu

Notaðu Noona HQ til að halda utan um tímabókanirnar þínar án þess að borga krónu.
Ef þú svo gerist stórhuga, getur þú alltaf bætt við þig ofurkröftum seinna meir.