Einfalt og öruggt tímabókunarkerfi

Tímabókunarkerfið er hjartað í Tímatal. Þrátt fyrir að vera hannað með einfaldleikann í forgrunni býður tímabókunarkerfið okkar upp á öll tólin sem kröfuharður fyrirtækjaeigandi á Íslandi þarf á að halda.

Gerðu það sem þú gerir best.
Við sjáum um rest.

Hættu að senda sms, svara messenger skilaboðum, halda utan um blaðafjall af upplýsingum um viðskiptavini og að gleyma hvað þú gerðir seinast.

Tímatal gerir það fyrir þig

Sjálfvirkar áminningar

Fækkaðu skrópum með sjálfvirkum SMS, Email og Noona áminningum.

Saga viðskiptavina

Haltu utan um hver skrópaði, hvað þú gerðir í seinasta tíma og hvað viðskiptavinir greiddu og keyptu seinast.

Netbeiðnir

Róaðu símann og hættu að svara Facebook skilaboðum. Komdu bókunum á Noona, vefsíðuna þína eða Facebook. Samþykktu þær sem henta.

Hvar sem er, hvenær sem er

Tímatalið fylgir þér hvert sem er og er aðgengilegt í öllum símum, spjaldtölvum og tölvum. Farðu yfir daginn þinn uppi í rúmi, bókaðu tíma á ferðinni eða færðu þá til þegar eitthvað óvænt kemur upp á.

600+ ánægðir viðskiptavinir

og þeim fer fjölgandi

Prófaðu Noona HQ frítt, að eilífu

Notaðu Noona HQ til að halda utan um tímabókanirnar þínar án þess að borga krónu.
Ef þú svo gerist stórhuga, getur þú alltaf bætt við þig ofurkröftum seinna meir.