Tímatal hjálpar þjónustufyrirtækjum að vaxa. Með því að fækka skrópum, eyða óþarfri tímaeyðslu og einfalda líf viðskiptavina reynum við stækka íslenskan þjónustumarkað.
Bókanir fylla ekki daginn, viðskiptavinir skrópa og utanumhald um tekjur, tímabókanir og sögu viðskiptavina tekur of langan tíma. 1.000 íslendingar treysta Tímatal til að leysa þessi vandamál. Við getum líka leyst þau fyrir þig, ef þú vilt.
Að nota Tímatal á að vera einfalt. Að leysa úr flækjum á að vera einfalt. Að reka þjónustufyriræki á að vera einfalt.
Sannleikurinn er sagna bestur. Hvort sem það eru góðar fregnir, eða slæmar, þá getur þú treyst því að við segjum satt.
Samböndin okkar við viðskiptavini er það mikilvægasta sem við eigum. Þess vegna er síminn okkar og spjallið alltaf opið.
Lærdómur leiðir til vaxtar. Vöxtur leiðir til betra Tímatals. Besta leiðin fyrir okkur til að læra er að hlusta á það sem viðskiptavinir okkar hafa að segja.