Meiri tekjur, minni tímaeyðsla og einfaldara líf

Skróp, vinnutengd messenger skilaboð á kvöldin og endalaus símtöl. Við vitum að það getur verið erfitt að reka þjónustufyrirtæki árið 2020. Þess vegna bjuggum við til Tímatal.

Hvernig aukum við tekjurnar þínar?

Færri skróp

Ef tveir einstaklingar skrópa í mánuði, kostar það þig að meðaltali 240.000kr á ári. Með því að senda SMS-áminningu degi fyrir tímann, tölvupóst um leið og tími er bókaður og áminningu frá Noona appinu klukkutíma fyrir tímann fækkum við skrópum um 42% og getum því sparað þér 100.800kr.

Nýjir viðskiptavinir

Flestir leita sér að nýjum stofum á netinu. Hvort sem það er gert á Noona appinu, Noona.is, Facebook, Já.is eða á heimasíðum þá tryggja netbeiðnir Tímatals að þú sért valkostur fyrir þá sem vilja bóka á netinu.

Fleiri bókanir

Því auðveldara sem það er að bóka hjá þér, því fleiri bókanir færðu. Með netbókunum getur fólk bókað hjá þér um leið og því dettur það í hug. Því fyrr sem þau koma til þín, því fyrr þurfa þau að koma aftur.

Markaðssetning

Með markaðssetningar-virkni Tímatals getur þú látið viðskiptavini vita af tilboðum, þegar nýjar vörur detta í hús eða þegar þú fagnar afmæli stofunnar. Markaðssettu þig til þeirra sem þú veist að hafa áhuga á þér.

Hvernig drögum við úr tímaeyðslu?

Leiðindaverkin gerð sjálfvirk

Heimsóknasagan skráist sjálfkrafa, SMS'in fara út án þinnar aðstoðar og við höldum utan um vinnustundir og fjölda tíma sem starfsmenn tóku yfir hvaða tímabil sem er.

Færri símtöl

Meiri tími í símanum þýðir minni tími með viðskiptavinum. Bentu viðskiptavinum á netbeiðnir og hleyptu símanum í verðskuldað frí. Ef síminn er enn að er Tímatal með tengingar við helstu ritaraþjónustur landsins.

Færri tölvupóstar og Facebook-skilaboð

Ekki taka vinnuna með heim. Settu á sjálfvirka svörun á Facebook og tölvupóstum sem sendir viðskiptavinum hlekk með bókunarsíðunni þinni. Slakaðu á og leyfðu netbeiðnum að sinna starfi sínu sem þinn persónulegi ritari.

Einfaldara viðmót og hraðari virkni

Öll smáatriði Tímatals eru hönnuð til að vera einföld og hröð. Vertu fljótari að bóka tíma, skoða heimsóknasöguna og merkja þá daga sem þú ert í fríi en nokkru sinni fyrr.

Hvernig gerum við líf þitt einfaldara?

Hvar og hvenær sem er

Skoðaðu skipulag morgundagsins eða sölu gærdagsins uppí rúmi. Tímatal er í símanum, spjaldtölvunni og tölvunni og virkar hvar sem er.

Ert þú með persónuvernd á hreinu?

Passaðu upp á að starfsmenn komist ekki í persónuupplýsingar sem þá varðar ekki. Athugaðu að ný persónuverndarlög (GDPR) eru með strangasta móti og óhlýðni getur leitt til hárra fjársekta. Tímatal er fyllilega GDPR ready og hjálpar þér að verða það líka.

Tilkynningar

Ertu að flytja? Á leið í fæðingarorlof eða sumarfrí? Er nýr starsmaður að byrja á stofunni eða að hætta? Láttu viðskiptavini þína vita með tilkynningartólum Tímatals.

Einfalt og…

Ef þú kannt á Facebook, þá munt þú leikandi læra á Tímatal. Við hjálpum öllum okkar viðskiptavinum að setja upp sitt Tímatal og erum alltaf til þjónustu reiðubúnir í spjallbúbblunni í hægra horni síðunnar.

...Borgar sig margfalt

Ef við björgum einu skrópi, rukkum eitt skrópgjald eða komum einum nýjum viðskiptavini inn um þínar dyr hefur kerfið borgað sig og búið til afgangstekjur fyrir þig. Tímatali fylgir enginn uppsetningarkostnaður og hægt er að skrá sig úr áskrift án fyrirvara.

Prófaðu Noona HQ frítt, að eilífu

Notaðu Noona HQ til að halda utan um tímabókanirnar þínar án þess að borga krónu.
Ef þú svo gerist stórhuga, getur þú alltaf bætt við þig ofurkröftum seinna meir.