Færri skróp
Ef tveir einstaklingar skrópa í mánuði, kostar það þig að meðaltali 240.000kr á ári. Með því að senda SMS-áminningu degi fyrir tímann, tölvupóst um leið og tími er bókaður og áminningu frá Noona appinu klukkutíma fyrir tímann fækkum við skrópum um 42% og getum því sparað þér 100.800kr.
Nýjir viðskiptavinir
Flestir leita sér að nýjum stofum á netinu. Hvort sem það er gert á Noona appinu, Noona.is, Facebook, Já.is eða á heimasíðum þá tryggja netbeiðnir Tímatals að þú sért valkostur fyrir þá sem vilja bóka á netinu.
Fleiri bókanir
Því auðveldara sem það er að bóka hjá þér, því fleiri bókanir færðu. Með netbókunum getur fólk bókað hjá þér um leið og því dettur það í hug. Því fyrr sem þau koma til þín, því fyrr þurfa þau að koma aftur.
Markaðssetning
Með markaðssetningar-virkni Tímatals getur þú látið viðskiptavini vita af tilboðum, þegar nýjar vörur detta í hús eða þegar þú fagnar afmæli stofunnar. Markaðssettu þig til þeirra sem þú veist að hafa áhuga á þér.