Smelltu hér, eða á Stofna Aðgang uppi hægra meginn á síðunni, til að stofna Tímatals-aðganginn þinn og hefja frítt 14 daga prufutímabil.
Hvað get ég gert í prufutímabilinu?
Allt sem þú getur gert með Tímatal, getur þú gert í pruftímabilinu þér að kostnaðarlausu. Ef þú bókar tíma sendast SMS, þú getur prófað að opna fyrir netbókanir og hvað sem þér dettur í hug.
Hvaða tæki þarf ég til að nota Tímatal?
Tímatal virkar í öllum tækjum, hvar sem er og hvenær sem er. Sumir kjósa tölvu, vegna þess að það er auðveldara að skrifa á þær. Aðrir vilja spjaldtölvu svo auðvelt sé að færa hana innan stofunnar. Þó nokkrir einstaklingar nota Tímatal einungis í símanum. Þitt er valið.
Hvað gerist þegar prufutímabilinu lýkur?
Tímatalið læsist en ekkert af því sem þú hefur gert inni á Tímatal eyðist. Þú getur aflæst kerfinu hvenær sem er með því að skrá þig í áskrift.
Hvenær sendast áminningar?
Skilaboðin sendast um hádegisbil deginum fyrir tímann. Við teljum þá tímasetningu vera nægilega stutt frá tímanum svo það fækki skrópum sem mest, á sama tíma og það gefur viðskiptavinum ásættanlegan frest til að afboða tímann.
Hvernig virka skrópgjöldin?
Ef þú ert með kveikt á sprópgjöldum, spyrjum við þig í hvert skipti sem þú merkir skróp hvort rukka eigi skrópgjald. Ef þú hefur nú þegar tekið niður kennitölu viðskiptavinar getur þú svarað játandi strax, en annars þarftu að stimpla hana inn áður en þú gerir það. Við tökum við beiðninni og skilum henni til Inkasso sem rukkar skrópgjaldið í gegnum þinn heimabanka. Þú getur tekið til bara skrópgjaldskröfu 7 dögum eftir að hún hefur verið stofnuð til að sporna gegn misskilningi. Skrópgjaldið er 60% af andvirði tímans.
02. Noona & netbeiðnir
Hvernig virka netbeiðnir?
Netbeiðnirnar virka þannig að viðskiptavinur velur fyrst þjónustu, svo starfsmann og að lokum tímasetningu sem hentar honum. Þær tímasetningar sem hann getur valið eru háðar því hvenær þú vilt fá á þig bókanir, hvenær aðrir tímar eru bókaðir og hvenær þú hefur lokað fyrir bókanir. Viðskiptavinur getur aldrei bókað í tíma sem hentar þér ekki. Að lokum samþykkir þú eða hafnar beiðninni svo þú hafir fullkomna stjórn á bókununum þínum.
Hvað gerist eftir að ég samþykki eða hafna beiðni?
Þegar þú svarar beiðni sendist SMS skilaboð á skjólstæðinginn sem lætur hann vita hvort bókunin hafi heppnast eða hvort hann þurfi að reyna að bóka aftur.
Þarf ég að vera með netbeiðnir?
Að sjálfsögðu ekki. Netbeiðnir eru algjörlega valkvæmar. Það er alltaf hægt að slökkva og kveikja á þeim eftir hentisemi.
Get ég stjórnað því hvaða upplýsingar ég fæ um viðskiptavin við bókun?
Það er skylda fyrir hvern sem bókar á netinu að skilja eftir nafn og símanúmer. Þú getur líka kosið að viðskiptavinur þurfi að skilja eftir kennitölu og netfang við bókun og ef þú rekur verkstæði er að sjálfsögðu hægt að biðja um bílnúmer. Svo að lokum getur þú búið til sérstaka spurningu sem viðskiptavinir þurfa að svara ef þeir bóka í sérstaka þjónust. T.d. gætir þú beðið um sídd á hári ef bókað er í Litun, en ekki ef bókað er í klippingu.
Get ég ráðið því hjá hverjum og í hvað er hægt að bóka?
Að sjálfsögðu. Hægt er að loka fyrir netbeiðnir hjá þeim aðilum sem þær ekki vilja. Það er að auki hægt að stilla í hvaða þjónustur er leyfilegt að bóka á netinu, og hvaða þjónustur þarf að hringja inn til að bóka.
03. Verðskrá & greiðslur
Hvernig greiði ég fyrir Tímatal?
Þú getur annaðhvort valið að fá reikning á heimabanka eða greiða með kreditkorti. Seðilgjald bætist á reikninga sem berast í heimabanka. Þú getur svo alltaf skipt á milli greiðslumáta ef þig langar að breyta til.
Hvað gerist ef ég vil hætta með Tímatal?
Þú segir upp áskrift og við hættum að rukka þig! Áskrift af Tímatali fylgir engin skuldbinding og þú getur hætt hvenær sem er. Við viljum ekki stunda viðskipti við viðskiptavini sem vilja ekki stunda viðskipti við okkur.
Kosta SMS-áminningarnar?
Já, SMS'in kosta 16kr stk. En ef SMS'in bjarga einu skrópi hafa þau borgað sig margfalt og samkvæmt útreikningum okkar gera þau það margfalt. Þú getur svo að sjálfsögðu ráðið því hvaða viðskiptavinir fá SMS og hverjir ekki. Þannig getur þú einungis sent á þá sem eru líklegir til að skrópa og þarft ekki að greiða fyrir SMS sem sendist á einstaklinga sem eru pottþéttir á því að mæta.
Ekki viss? Prófaðu bara.
Stofnaðu ókeypis aðgang og sjáðu hvernig lífið verður einfaldara